Viðurkenning á grunnnámskeiði í hundauppeldi

Samkvæmt gildandi gjaldskrám heilbrigðiseftirlita á höfðuðborgarsvæðinu geta hundaskólar sótt um viðurkenningu heilbrigðiseftirlits. Hundaeigendur sem hafa sótt viðurkennd námskeið geta sótt um afslátt af árlegum eftirlitsgjöldum.

Skilyrði til að öðlast viðurkenningu á grunnnámskeiði í hundauppeldi - Skilyrði sem hundaskólar þurfa að uppfylla.

Eftirfarandi hundaskólar hafa hlotið viðurkenningu Heilbrigðiseftirlitsvæðanna á höfðuborgarsvæðinu.

 

Lækkun á eftirlitsgjöldum

Hafi leyfishafi lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis er sveitarfélögunum heimilt að lækka árlegt eftirlitsgjald samkvæmt gildandi gjaldskrá um allt að helming enda mæli ekki önnur atriði á móti því skv. gildandi samþykkt um hundahald.

Sótt er um lækkun á bæjarskrifstofu viðkomandi sveitarfélags. Aðeins er fallist á lækkun eftirlitsgjalds ef farið er í einu og öllu að gildandi reglum um hundahald, þ.t.m. að skráning hafi verið skv. reglum og gjöld vegna hunda séu ekki í vanskilum.

Heimilt er að fella niður gjöld af leiðsöguhundum blindra, leitar eða björgunarhundum. Sótt er um slíka lækkun á viðkomandi bæjarskrifstofu.