Yfirlit yfir vöktunarverkefni Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og upplýsingar um niðurstöður
Undir þessari síðu er unnt að nálgast niðurstöður rannsókna sem gerðar eru á vegum heilbrigðiseftirlitsins eða tengjast starfsemi þess. Um er að ræða vötkun á eftirtöldum þáttum:
Sjór
Örverurannsóknir hafa verið gerðar síðan 2004 í sjónum við strandlengju Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Niðurstöður eru gefnar út. Sjá nánar undirsíðuna vöktun sjávar.
Ár og Vötn
Eftirfarandi er rannsakað:
- Örveru, næringarefna og þungmálmarannsóknir í ám og vötnum, sjá jafnframt útkomnar skýrslur.
- Einnig eru tekin sýni í lækjum skurðum og útrásum þar sem þurfa þykir.
- Grunnrannsóknir hafa verið gerðar á lífríki Hafravatns og Meðalfellsvatn í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs og fleiri aðila.
Sjá nánar undirsiðuna vötkun vatna.
Neysluvatn
Örveru- og efnamælingar í neysluvatni. Gegnumgangandi má segja að gæði neysluvatnsins séu góð í sveitarfélögunum. helst er pottur brotinn þar sem einkavatnsbólum hefur ekki verið haldið við eða þau ekki byggð skv. ströngustu fyrirmælum. Niðurstöður á þessum rannsóknum hafa birst í ársskýrslum heilbrigðiseftirlitsins.
Loftgæði
Loftgæðarannsóknir á höfuðborgarsvæðinu eru framkvæmdar af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Umhverfisstofnun. Einnig eru mælingar á vegum Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.
Umhverfisstofnun setti upp mæli í nóvember 2012 í Áhaldahúsi Mosfellsbæjar til að mæla brennisteinsvetni.Niðurstöður mælinga eru sendar eftirlitinu á exeltöflu með reglulegu millibili og verða þær aðgenilegar hér.
Hávaði
Heilbrigðiseftirlitið vaktar ekki hávaða en sveitarfélögin láta útbúa hljóðkort af þéttbýli sem er eins konar módel af drefingu hávaða eftir ákveðnum forsendum eins og umferð. Út frá því er unnt að átta sig á því hvar mest álag er vegna hávaða.
Matvæli
Sýnatökur á matvælum fara að mestu fram í samræmdum verkefnum heilbrigðiseftirltissvæðanna í samvinnu við Matvælastofnun.