Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

 

Um flokkun vatna

 


 

Um flokkun vatna

Verkefnið felst í rannsókn á sýnum úr ám og vötnum á svæðinu og skilgreiningu á hreinleika þeirra m.t.t saurgerla, helstu áburðarefna og þungmálma. Verkefnið er tilkomið vegna ákvæða í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns .

 

Í reglu­gerðinni eru ákvæði sem gera heil­brigðis­nefndum skylt að rannsaka og flokka yfir­borðs­vatn og grunnvatn með til­liti til mengunar. Jafnframt er nefndunum gert að setja vötnum og ám lang­tíma­mark­mið sem miða að verndun þeirra fyrir mann­legri starf­semi og við­haldi á náttúru­legu ást­andi. Það vill segja að ef tiltekin á flokkast ósnortin eða lítið snortin, þá ber að tryggja að hún haldi þessum hreinleika um ókomna tíð, ef árvatn hinsvegar fokkast t.d verulega snortið af mannavöldum þarf að skilgreina mengun sem fer í ánna og tilgreina hvernig koma má í veg fyrir að mengunin berist í ána. Langtímamarkmið heilbrigðisnefndar eiga að birtast í aðalskipulagi og við deiliskipulagsgerð á síðan að gera skýringaruppdrátt sem sýnir ástand vatns í samræmi við niðurstöður flokkunar.

 

Aðferðin felur í sér að sýnataka fer fram einu sinni í mánuði og tekin sýni neðst í hverri á. Sýni vegna þungmálma og næringarefna eru greind í Svíþjóð en Matís rannsakar saurgerlasýnin. Í reglugerðinni um varnar gegn mengun vatns er fyrirmynd um hvernig sýni skulu flokkuð eftir hreinleika.

 


 

Yfirlit yfir flokkun vatna og rannsóknir á yfirborðsvatni á Kjósarsvæði**

 

Staður

Flokkun

1. Vöktun

2. Vöktun

Næsta vöktun

Hólmsá

Rvk 2004

2009*

 

2014

Kiðafellsá

2001

2009*

 

2014

Kaldakvísl

2001

2009

20011

2015

Kiðafellsá

2002

2009*

 

2014

Leirvogsá

2001

2009*

 

2014

Úlfarsá

2001

RVK 2003

2009*

2013

Varmá

2001

2009

2011

2015

Botnsá

2002

 

 

2014

Brynjudalsá

2002

 

 

2020

Fossá

2002

 

 

2020

Bugða

2001

 

 

2015

Laxá í Kjós

2001

 

 

2015

Leirvogsá

2001

 

 

2018

Hafravatn

2003

 

 

2015

Hvalvatn

2003

Lífríkisrannsókn 2005

 

2030

Leirvogsvatn

2003

 

 

2020

Meðalfellsvatn

2003

 

 

2015


 

* Unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. RVK fyrir framan ártal vísar til þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vakaði ánna þetta ár.

** Ártal miðast við sýnatöku í flokkun. Ártal skýrslu er þegar skýrsla kom út.

 


 

Niðurstöður flokkunar og vöktunar

Greinargerð um niðurstöður rannsóknar heilbrigðiseftirlitsins á saurgerlum í Köldukvísl, Varmá og lækum á vestursvæði Mosfellsbæjar árið 2011. 

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis rannsakaði fimm ár m.t.t. saugerla, næringarefna og þungmálma á árinu 2009. Tekin voru mánaðarlega sýni. Niðurstöður rannsókna eru birtar hér að neðan. Verkefnið var unnið í samstarfi við Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur.

Heildarniðurstöður vöktunar vatna á Kjósarsvæði árið 2009 vegna Hólmsár, Úlfarsár, Leirvogsár, Varmár, Köldukvíslar og Kiðafellsár

Táknræn yfirlitsmynd um niðurstöður flokkunar vatna. 

 

Skýringar á táknum:Litamerkingar standa fyrir flokkun vatnanna eins og hún væri miðað viðsýnatöku í janúar 2009. Sjá nánar reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 785/1999

Flokkur
Mengunarástand
Litamerking á skipulagsuppdráttum
A
Ósnortið vatn
Blátt
B
Lítið snortið vatn
Grænt
C
Nokkuð snortið vatn
Gult
D
Verulega snortið vatn
Appelsínugult
E
Ófullnægjandi vatn
Rautt