Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Skýrsla um rannsókn á saurkóligerlum við strandlengju Seltjarnarnes.

Niðurstöður vöktunar árin 2004 til 2010.

Markmiðið með rannsókninni er að meta hvort ástand fjörusjávar sé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarmörkum í reglugerð um fráveitur og skólp, nr. 798/1999. Skýrsluna má nálgast hér (pdf 1,1 mb).

Um helmingur skólps á Seltjarnarnesi fer enn óhreinsaður í sjóinn sunnan við Seltjarnarnesið um útrás við Lambastaði/Sæból. Þar er mengun jafnan yfir umhverfismörkum. Mengun fer einnig stundum yfir umhverfismörk þar sem neyðarútrásir liggja í sjó. Vísbendingar eru um að gerlamengun þar stafi af rennsli úr neyðarútrásunum en um þær á ekki að flæða nema í undantekningartilvikum. 

Sjórinn í Seltjörn milli Gróttu og Suðurness er hreinn og vel hæfur til sjóbaða en þar er engin útrás í sjó.

Samkvæmt reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp hafa sveitarfélögin frest til ársloka ársins 2005 til að fullnægja ákvæðum um hreinsun.