Fyrri mynd
Nęsta mynd
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Gömul skýrsla - Loftgæði í skólum og leikskólum á Kjósarsvæði

Skýrsla frá 2002 er kominn á vefinn

Skýrsluna má nálgast hér (0,7mb).

Koltvísýringur er hættulaus lofttegund í umræddum styrk en er notuð til að meta loftskipti í byggingum. Samkvæmt þáverandi heilbrigðisreglugerð átti að miða við að meðaltalsstyrkur koltvísýrings færi ekki yfir 800 ppm og að hámarksstyrkur færi ekki yfir 1000 ppm í skólum og leikskólum. Í núverandi hollustureglugerð nr. 941/2002 eru ekki ákvæði um styrk koltvísýrings en þessi ákvæði standa ennþá í 186. gr. byggingarreglugerðar.

Niðurstöður athugana í Eyjafirði sýndu að styrkur koltvísýrings í skólastofum fór oft yfir þessi mörk. Niðurstöður athugana sem greint var frá í þessari skýrslu staðfestu þá niðurstöðu. Svipaður styrkur koltvísýrings var í skólastofum og í Eyjafirði en styrkurinn í leikskólastofum var marktækt minni en í skólunum en þó yfir settum viðmiðunarmörkum. Hitastig og rakastig var ekki óeðlilegt. Breytileiki í styrk koltvísýrings var mikill milli mælinga og ekki síður innan hverrar mælingar þar sem styrkur lofttegundarinnar tók oft miklum breytingum á meðan á mælitíma stóð.

Hár styrkur koltvísýrings í skóla- og leikskólastofum sýna að loftskipti voru of lítil í viðkomandi stofum til að fullnægja viðmiðunargildum þáverandi heilbrigðisreglugerðar. Vélræn loftræsting var sjaldnast til staðar og það var undir hælinn lagt hvort gluggar voru opnir til loftræsingar í tímum meðan á mælingu stóð. Fjallað var um leiðir til úrbóta og einnig almennt um áhrif loftgæða á líðan fólks.