Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Hvíti liturinn frá Reykjalundi 17. júlí.
Hvíti liturinn frá Reykjalundi 17. júlí.
Klórmæling 22. júlí við útfall í Varmá.
Klórmæling 22. júlí við útfall í Varmá.
Dauðir urriðar 14. júlí.
Dauðir urriðar 14. júlí.
Sápufroða í Markalæk 24. júní.
Sápufroða í Markalæk 24. júní.

Fiskadauði í Varmá vegna klórmengunar

Skoðun heilbrigðiseftirlits á mengunaratburðum í Varmá sýnir að það var sennilega losun á klóruðu baðvatni úr setlaug hjá Reykjalundi sem varð fiskunum að aldurtila.  

Þann 13. júlí var setlaug tæmd í Reykjalundi og fóru um 10 tonn af klóruðu baðvatni út í Varmá um ofanvatnslögn. Verið var að skipta um sand í sandsíu setlaugar þann dag. Klórstyrkur í baðvatni er gjarnan um 1-4 mg frír klór í líter og má leiða líkum að því að þessi klórstyrkur hafi getað orðið fiskum að bana á kafla í ánni. Staðfest er að dauðir fiskar fundust á um 300 m löngum kafla í ánni frá göngubrú við Grund niður fyrir Sveinseyri. Ekki er þó víst að dauðasvæðið fyrir fiska hafi náð yfir svona stórt svæði. Dauðir fiskar hafa geta skolast niður eftir og stækkað svæðið sem dauðir fiskar finnast á. 

Margir mengunaratburðir voru tilkynntir til heilbrigiðiseftirlits í kjölfarið af fundi fiskana samanber  lista yfir tilkynnta mengunaratburði. Það eru einkum atburðir nr. 4., 5 og 7.  sem tengjast Reykjalundi. Fiskarnir sem drápust fundust í beygjunni frá Grund neðan göngubrúar á Varmá og niður fyrir Sveinseyri. Lifandi fiskar hafa sést fyrir ofan og neðan. Ofanvatnsstútur frá Reykjalundi sem flytur fram vatn m.a. frá laugarkerfum kemur út undan Engjavegi norðan við Engjaveg 6, liggur í skurði niður að pínulítilli tjörn og rennur í plaströri undir göngustíg og út í Varmá hjá Grund. Það er síðasti stúturinn sem rennur út í Varmá áður en vart verður við dauða fiska. Rörið sem flytur Markalæk undir Reykalundarveg er neðan við efstu dauðu fiskana og því er það metið ólíklegt að mengun þaðan hafi orðið þeim að aldurtila.

Eftir að skipt var um sand í sandsíum var vatnið hvítlitað, að öllum líkindum af örfínum salla úr eldri sandinum. Þessi hvíti litur kom fram í Varmá 16. og 17. júlí og gerði heilbrigðiseftirlitinu kleift að rekja rennslið út um þennan stút að sundlaugarkerfunum á Reykjalundi  m.a. með því að skoða brunn ofan við Amsturdam 3 og tvo brunna neðan við sundlaugarhús. Hvíti liturinn fannst síðan með uppruna í útfallsþró undir gólfi í sundlaugarkjallara. Þessi útfallsþró er m.a. notuð við tæmingu laugarkerfa, hún tekur líka við bakskolunarvatni úr sandsíum og „blæðingu“ sem er notuð til að endurnýja sundlaugarvatnið.

Heilbrigðiseftirlitið hefur mælt klór í útfalli út í Varmá úr ofanvatnsstút frá Reykjalundi dagana 22. 24 og 27. júlí. Mælst hefur klór um 0,05 ppm frír klór sem ætti ekki að hafa áhrif á ánna en í fyrstu mælingunni  22. júlí mældist hár styrkur um 1,11 ppm frír klór. Þá var að sögn húsvarðar verið að bæta á á sundlaug eftir skipti á sandi í sandsíum og gæti þá hafa runnið úr lauginni.

Frárennslismál laugarinnar eru hönnuð með þeim hætti að affall er leitt í ofanvatnskerfi bæjarins í stað fráveitu þess . Það er auðvitað óheppilegt að klórmengað sundlaugarvatn fari í ár og læki og það getur haft mikil áhrif á lífríkið. Ef klórstyrkur er nægilega hár drepur það fiskana. Lífríki árinnar virðist almennt þola álag frá sundlaugarkerfum á Reykjalundi sem tengjast blæðingu úr laugarkerfum og bakskolun sandsía en virðist ekki ráða við tæmingu laugarkerfa hvað þá ef verður bein mengun frá óblönduðum klór.

Að mati heilbrigðiseftirlits hefði verið æskilegt að afrennsli frá öllum sundlaugum færi í fráveitukerfi frekar en í ofanvatnskerfi með þeim möguleika sem er á mengun yfirborðsvatns af klór. Að minnsta kosti er ljóst að  þetta vatn getur ekki farið óhreinsað í Varmá og þarf að finna bráða lausn á því. Þar til sú lausn finnst mun auðvitað vera gætt að losun frá sundlaugarkerfum.

Nú virðist komin fram skýring á flestum atburðum í júní og júli samanber lista yfir mengunaratburði. Heilbrigðiseftirlitið leitar enn skýringa á fyrsta mengunaratburðinum 24. júní þegar varð vart við sápulöður í Varmá sem átti uppruna sinn úr ofanvatnsstút  sem rennur í Markalæk og flytur fram ofanvatn úr Grenibyggð og Furubyggð. Uppruninn er sem sagt í þessum götum.  Þá er Heilbrigðiseftirlitið enn með til skoðunar gerlamengun sem kemur frá Teigssvæðinu og rennur í skurði út í Markalæk og mengun í Varmá sem gæti komið frá rotþróm eða því að skólp sé tengt inn á ofanvatn. Heilbrigðiseftirlitið biður alla þá sem gætu haft gagnlegar upplýsingar um mengunarvalda að hafa samband.