Fyrri mynd
Nęsta mynd
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Neysluvatn stenst gæðakröfur neysluvatnssreglugerðar

Niðurstöður hafa nú komið úr neysluvatnssýnatöku á Kjósarsvæði frá 16. janúar og sýna þær að neysluvatn stenst nú gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar.

Sem kunnugt er sýndu niðurstöður í sýnatökum þann 12. janúar s.l. að neysluvatn á Seltjarnarnesi og í vatnsbólinu Guddulaug í Mosfellsdal stóðst ekki gæðakröfur vegna fjölda kuldakærra gerla. Hvorki fundust E. coli gerlar né svo kallaðir kólílgerlar í vatninu.

Þá þegar var lokað fyrir vatnstöku í Guddulaug. Ekki var hægt að loka fyrir mengaða borholu í Heiðmörk hjá Veitum vegna hættu á vatnsskorti en hún var aðeins menguð kuldakærum gerlum.

Niðurstöður frá sýnatökum á Kjósarsvæði 17. og 18. janúar staðfesta að neysluvatnið stenst nú gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar. Viðmiðunarmörk vegna kuldakærra gerla eru við 100 gerla í 1 ml.

Guddulaug 1, 16/01/2018

Guddulaug 2, 16/01/2018

Aðveitustöð Seltjarnarnesi, 16/01/2018

Dreifikerfi Seltjarnarnesi, 16/01/2018

Aðveitustöð Seltjarnarnesi, 17/01/2018

Dreifikerfi Seltjarnarnesi, 17/01/2018

Aðveitustöð Seltjarnarnesi, 18/01/2018

Dreifikerfi Seltjarnarnesi, 18/01/2018