Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Heilbrigðiseftirlitið tekur rafbíl í sína þjónustu

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis keypti í byrjun árs VW e-golf sem er rafbíll en embættið átti áður Ford Focus díselbíl árgerð 2009. Skv. upplýsingum á vefsetrinu Orkusetur.is má gera ráð fyrir að miðað við 15 þúsund kílómetra akstur á ári sparist kr. 90.144 á ári. Gamli bíllinn losaði 1.485 af C02 út í andrúmsloftið en engin losun er frá nýja rafmagnsbílnum og leggur embættið þannig sitt af mörkum í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. 

Mikil ánægja er með bílinn enda góð tilfinning að aka rafmagnsbíl þar sem maður er mjög meðvitaður um orkunotkun. Ávalt sjást hvað maður getur keyrt marga kílómetra á hleðslunni og með því að t.d. slökkva á miðstöð getur maður komist lengra svo hún er bara í gangi þegar á þarf að halda. Bremsur eru lítið notaðar þar sem hægt er að stilla mótstöðu þegar bíllinn rennur og þannig sparast bremsluklossar. 

Á meðfylgjandi mynd sérst línurit þar sem rekstarkostnaður gamla og nýja bilsins er borinn saman. Bifreið A er Ford Focus og bifreið B er VW e-Golf.