Fyrri mynd
Nęsta mynd
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Slökkvilið hreinsar upp olíu á bílaplani við Þverholt
Slökkvilið hreinsar upp olíu á bílaplani við Þverholt

Olía fór niður á bílaplan við Kjarna í Mosfellsbæ

Heilbrigðiseftirlitið fékk í morgun tilkynningu um að glussaslanga  á flutningabíl hefði gefið sig og olía hefði dreifst um bilaplanið við Þverholt 2 í Mosfellsbæ í kjölfarð. Eftirlitið var upplýst um að hreinsibíll væri á leiðinni og var  niðurföllum lokað með vatnsfylltum plastpokum til að koma í veg fyrir að olían færi niður þar sem regnvatnslagnir enda í Varmá. Heilbrigðiseftirlitið sendi þann bíl sem kom þó í burtu þar sem spúla átti olíunni niður með tjöruleysi sem hefði nú ekki verið gott fyrir blessaða Varmána. Mengunarvaldi var leiðbeint um að kalla slökkvilið til sem mætti skömmu síðar og dreifði uppsogsefnum yfir olíuna og sópaði upp. 

Haft var samband við fyrirtækið sem kallað var til að hreinsa upp oliuna í fyrstu og spurt hverju það sætti að ætla að spúla oliuna niður í stað þess að hreinsa olíuna upp þá var svarað að þetta væri alltaf gert. Notuð væri umhverfisvæn sápa sem brjóti olíuna niður. Heilbrigðiseftirlit hefur ekki áður kynnst slíku undra efni sem hefur þann hæfileika að brjóta olíu niður með jafn skjótum hætti og dregur mjög í efa að slíkt efnis sé jafn umhverfisvænt og af er látið. Slökkviliði eru þökkuð skjót viðbrögð við hreinsunina.