Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Starfsleyfi nú aðgengileg á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis
Starfsleyfi nú aðgengileg á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis

Útgefin starfsleyfi aðgengileg á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis

Starfsleyfi sem Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur gefið út eru nú aðgengileg á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins og munu ný starfsleyfi birtast jafn óðum. Unnt er að sjá starfsleyfisvottorð viðkomandi starfsemi, útgáfudag og gildistíma ásamt dagsetningu síðustu eftirlitsheimsóknar. Vakin er athygli á að fyrirtæki fá eftirlitsheimsókn ýmist árlega, annað hvert ár eða fjórða hvert ár eftir áhættu starfsemi. Öflug leitarvél fylgir gagnagrunninum þar sem t.d. er hægt að leita að fyrirtækjum eftir sveitarfélögum. 

Í framhaldi verður unnið að því að gera eftirlitsskýrslur heilbrigðiseftiriltsins aðgengilegar á netinu og er stefnt að því að það verði á þessu ári. Smellið hér til að skoða meiri upplýsingar.