Fyrri mynd
Nęsta mynd
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Þessir ólánsömu fiskar drápust í Varmá í Mosfellsbæ í gær af óþekktum orsökum
Þessir ólánsömu fiskar drápust í Varmá í Mosfellsbæ í gær af óþekktum orsökum

Fiskadauði í Varmá Mosfellsbæ

Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis barst í dag tilkynning um fiskadauða í Varmá ofan undirgöng við Reykjalundarveg. Við skoðun fundust tveir dauðir tittir á þessum stað sem voru fjarlægðir. Engir fiskar fundust ofar í ánni. Í tilkynningunni kemur fram að fiskarnir hafi verið að drepast þegar komið var að um kl 18 í gærkvöldi (þriðjudag).  

Engar vísbendingar voru um ástæður þessa og engin mengun var sýnileg í ánni. Fyrir um ári var vart við fiskidauða sem átti orskök í rangri tenginu frá sundlaug með þeim afleiðingum að klórmengað vatn komst í ána og drap fiska. Þessi tenging hefur nú verið lagfærð þannig að afrennsli sundlaugarinnar fer í skópveitu. Orsaka fyrir fiskadauða nú verður því að leita  annarsstaðar. 

Starfsmenn veitna hafa tekið að sér að skoða sérstaklega hvort sé að finna mögulegar uppsprettur mengunar í regnvatnsfráveitu á svæðinu eða rangar fráveitutengingar.

Varmá rennur í gegnum þéttbýli Mosfellsbæjar og háttar þannig til að götuniðurföll eru tengd við ána. Því er ákveðin hætta á að áin mengist ef íbúar og gestir eru ekki meðvitaðir s.s. um að þvo ekki bíla og tæki  í innkeyrslum eða skola málningaráhöld ekki í götuniðurföll.

Heilbrigðiseftirlitið mun í framhaldi kanna hvernig tengingum við einkasundlaugar og heita potta er háttað. Fráveita þessara mannvirkja þarf að vera tengd í skólpveitu. 

Ef einhver getur gefið upplýsignar sem varpað geta ljósi á orsök mengunarinnar er viðkomandi beðinn að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis í síma 5256795 eða með því að senda póst á eftirlit@eftirlit.is