Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Breytingar verða á fyrirkomulagi starfsleyfisútgáfu hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga
Breytingar verða á fyrirkomulagi starfsleyfisútgáfu hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga

Breytingar á fyrirkomulagi starfsleyfisútgáfu

Nokkrar breytingar verða á fyrirkomulagi starfsleyfisútgáfu fyrir starfsemi sem valdið getur mengun og fyrirtæki á sviði hollustuhátta á næstunni. 

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá iðnaði og mengunarvarnaeftirlit eru umsóknir um starfsleyfi þeirra fyrirtækja sem talin eru upp í viðauka X í reglugerðinni nú birtar á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.  Þegar starfsleyfistillaga liggur fyrir er starfsleyfi auglýst í fjórar vikur ásamt starfsleyfisskilyrðum þar sem almenningi og þeim sem hagsmuna eiga að gæta gefst kostur á að koma að athugasemdum við starfsleyfisútgáfuna. Að fresti liðnum að teknum tilliiti til athugasemda eru starfsleyfi gefin og birt er greinargerð um afreiðsluna. 

Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi og Samtök íslenskra sveitarfélaga hafa gert athugasemdir við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið um að ofangreint ákvæði sé óþarflega íþyngjandi fyrir minni fyrirtæki sem koma til með að þurfa að greiða hærra verð fyrir stafsleyfi auk þess sem ákvæðið hægir á þjóðfélaginu þar sem óheimilt er að hefja starfsemi fyrr en starfsleyfi liggur fyrir. Af hálfu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis er stefnt að skráningu fyrirtækja í viðaukanum í stað starfsleyfisskyldu og því virðist um millibilsástand að ræða. Ekkert liggur þó fyrir um hvernig þessum málum verður fyrir komið í boðaðri skráningarreglugerð.