Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Héraðdómur úrskurðar heilbrigðiseftirliti í vil
Héraðdómur úrskurðar heilbrigðiseftirliti í vil

Úrskurðað Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis í vil

Álagning dagsekta staðfest og sóknaraðili dæmdur til greiðslu málskostnaðar

Þann 14. mars 2019 var kveðinn upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sóknaraðilinn Fylkir ehf. krafðist þess að felld yrði úr gildi fjárnámsgerð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem fram fór 16. mars sl. að kröfu varnaraðilans Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, Jafnframt var krafist málskostnaður úr hendi varnaraðila.

Varnaraðili krafist þess að kröfum sóknaraðila yrði hafnað og að fjárnámsgerð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 16. mars 2018 yrði staðfest. Þá krafðist hann málskostnaðar.

Krafa heilbrigðiseftirlitsins byggir á dagsektum sem lagðar voru á sóknaraðila vegna ófullnægjandi fráveitubúnaðar við þrjú hús á jörðinni Tjaldanesi í Mosfellsdal þar sem ein þró var niðurgrafinn og ekki unnt að tæma hana, úr annarri þró var veitt beint í Norðurá. Engar siturlagnir voru við þrærnar.

Þar sem engar úrbætur voru gerðar þrátt fyrir ýtrekaðar kröfur þar um, ákvað Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis að leggja á dagsektir á eiganda frá og með 15. nóvember 2016 að upphæð 15 þúsund.  Varnaraðili nýtti sér ekki andmælarétt sinn né vísaði hann málinu til Úrskurðar og auðlindanefndar eins og heimit var að gera.

Sóknaraðili upplýsti í upphafi árs 2018 að úrbótum væri lokið, þessar úrbætur voru ekki skv. fyrirmælum heilbrigðiseftirlits. Engar honnunarteikningar lágu fyrir eða var gerð úttekt byggingafulltrúa á þessum framkvæmdum og því voru þær ekki teknar til greina af heilbrigðiseftirlitinu.

Í stað þess að sinna úrbótum á fráveitu húsanna í Tjaldanesi fékk sóknaraðili aðila til að rannsaka gerla í Norðurá og vildi með því sýna að engin mengun væri frá fráveitunni. Heilbrigðiseftirlitið taldi sýnatökur  í ánni þýðingarlausar fyrir málið þar sem mengun í ánni kæmi málinu ekkert við.

Dómurinn féllst á að heilbrigðiseftirlitinu hafi verið rétt og raunar skylt miðað vð það hlutverk sem eftirlitið sinnir og hliðsjón af þeim hagsmunum sem vararaðila ber að gæta, að krefja  sóknaraðila um úrbætur þegar upp komst að fráveitukerfið væri ófullnægjandi. Því er jafnframt hafnað að andmælaréttur hafi verið brotinn á sóknaraðila. Hann hafði þvert í móti ótal tækifæri til að gæta að þessum rétti sínum.

Ekki verður heldur fallist á að rannsóknarregla stjórnsýslunnar hafi verið brotinn í tengslum við ákvörðun varnaraðila. Ekki hafi verið séð að það hafi verið nauðsynleg ráðstöfun að rannsaka til hlítar meinta mengun vegna fráveitu sóknaraðila, áður en tekin var ákvörðun um úrbótakröfur og síðar dagsektir þar sem meint mengun hafi ekki verið grundvallaratriði þegar kom að ákvörðun um álagningu dagsekta.

Ósannað þótti að jafnræðisreglu hafa ekki verið gætt við ákvörðun varnaraðila. Þau gögn sem lögð hafi verið fram í málinu gefi að mati dómsins ekki tilefni til að líta svo á og ekki verður talið að þær áskoranir og bókanir sem fram hafa komið í málinu af hálfu sóknaraðila megni að varpa sönnunarbyrgði um þetta atriði yfir á varnaraðila.

Þá telur dómurinn að ekki sé hægt að líta svo á að vararaðili hafi ekki gætt meðalhófs. Ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar lausnir hafi verið tækar sem gengu skemur, á þeim langa tíma sem meðferð málsins tók.

Að öllu framangreindu virtu (á við úrskurðinn í heild) verður ekki fallist á að álagning og innheimta vararaðila á dagsektum hafi verið ólögmæt, eða að við töku ákvarðana í málinu fram að álagningunni hafi einhverjar meginreglur stjórnsýsluréttar um málsmerðferð verið brotnar þannig að þessari ákvörðun varnaraðila verði haggað.

Úrskurðarorð:

Kröfu sóknaraðila, Fylkis ehf. um að felld verði úr gildi fjárnámsgerði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu nr. 2018-02178, sem fram fór 16. mars 2018 að kröfu varnaraðila Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, er hafnað og gerðin að kröfu varðaraðila staðfest.

Sóknaraðili greiði varnaraðila 900.000 krónur í málskostnað.

Dóminn kvað upp Lárentínus Kristjánsson

Hér er hægt að lesa dóminn í heild á vefsvæði Héraðdóms Reykjavíkur