Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Svifryksmælir UST
Svifryksmælir UST

Mælingar á svifryki hefjast við Brúarland útibú Varmársskóla

Umferð hefur aukist um tæp 40% við Brúarland frá árinu 2014.

Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis ákvað á fundi sínum í dag að hefja mælingar á svifryki (PM10) við Brúarland útibú Varmársskóla í Mosfellsbæ. Mælir verður fenginn að láni frá Umhverfisstofnun sem einnig mun framkvæma mælingarnar og munu niðurstöður verða birtar jafn óðum á vefnum www.loftgaedi.is ásamt öðrum mælingum sem framkvæmdar eru á landinu. Ákveðið var að staðsetja mælinn á leiksvæði barna við skólann sem er í um 40 m fjarlægð frá Vesturlandsvegi. Umferðarteljari Vegarðarinnar sem staðsettur er við skólann sýnir að umferð hefur aukist um tæp 40% frá árinu 2014 en uppruna svifryks má að mestu leyti rekja til umferðar bæði vegna útblásturs sérstaklega díselbíla og slits á vegum. Búast má við að 40% meiri umferð jafngildi 40% meira af ryki sem sem þýðir þá að hlutfallslega meiri mengun er þá daga sem mengunin varir. Heilbrigðisnefnd mun í framhaldinu ákveða skammtímaráðstafanir vegna aðstæðna þegar loftgæði fara yfir heilsuverndarmörk í samræmi við reglugerð um loftgæði.