Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Slökkvilið skoðar aðstæður í gámi
Slökkvilið skoðar aðstæður í gámi

Slys við Hvammsvík í Kjósarhreppi

Olía lak úr rafstöð sem fór á hliðina

Heilbrigðiseftirlitinu barst tilkynning frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins seinnipartinn í gær um olíuslys við Hvammsvík í Kjósarhreppi. Rafstöð í 20 feta gámi hefði slitnað frá vörubíl þegar verið var að flytja hann norður í land með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og á hliðina. Í gámnum er 5900 lítra díselolíutankur og var talsvert af olíu í tanknum þegar slysið varð.

Lítið hafði lekið úr gámnum þegar komið var á staðinn en þegar gámnum var lyft bunaði úr honum mögulega milli 50 og 100 lítrar af olíu eða öðru efni. Á sama tíma var neistaflug í fremri enda gámsins frá rafgeymum. Mikil mildi var því að ekki fór ver. Vel gekk að reisa gáminn við. Að björgun lokinni var fjarlægður hálfur bílfarmur af menguðum jarðvegi og er það hlutverk heilbrigðiseftirlits að tryggja að nægilega vel sé hreinsað upp eftir atburði sem þessa. 

Starfsmenn Olíudreifingar og slökkviliðs höfðu gert ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir til að hindra útbreiðslu mengunar og var sá frágangur til fyrirmyndar. Að mati heilbrigðiseftirlits var um minni háttar mengun að ræða.