Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Ecoligerlar greinast í vatnsbóli sumarbústaðafélagsins Valshamars í Kjós

Uppfærð frétt 15. ágúst 2019:
Rannsóknarstofa MATÍS hefur staðfest að saurkóligerlar voru til staðar í sýni úr vatnsbóli Sumarhúsaeigenda við Valshamar. Alls greindust 12 ekoligerlar í 100 ml í sýninu en engir slíkir gerlar mega greinast í neysluvatni skv. reglugerð um neysluvatn og því mikilvægt að sjóða vatnið fyrir neyslu. Sumarhúsafélaginu hefur verið gert viðvart um málið og mun það tryggja að þessar upplýsingar berist til eiganda sumarhúsa á svæðinu.

Frétt 14. ágúst 2019

Bráðabirgðaniðurstöður MATÍS vegna rannsóknar á vatnsýni úr vatnsbóli Sumarhúsaeigenda við Valshamar benda til að vatnið innihaldi saurgerla. Ekki er óhætt að neyta vatns úr vatnsbólinu fyrr en að undangenginni suðu. Heilbrigðiseftirilt Kjósarsvæðis tók sýni úr yfirfalli vatnsbólsins  þann 12. ágúst sl en sumarhúsafélagið hefur nýlega byggt nýtt vatnból og því mögulegt að mengað vatn hafi borist í vatnsbólið við framkvæmdina. Sýnataka sem fór fram fyrr í sumar í eldra vatnsbóli gaf ekki tilefni til athugasemda. Heilbrigðiseftirlitið hyggst endurtaka sýnatökuna þegar safntankar hafa verið þrifnir. Vatnbólið þjónar um 100 sumarhúsum. Búast má við að staðfest niðurstaða berist heilbrigðiseftirlitinu á morgun.