Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Mengaður lækur sameinast Varmá
Mengaður lækur sameinast Varmá

Mengun úr regnvatnslögn frá Greni- og Furubyggð

Hvítleit mengun í Varmá var tilkynnt heilbrigðiseftirlitinu sunnudaginn 25. ágúst um kl. 13:30. Heilbrigðisfulltrúi fór á staðinn skömmu eftir tilkynninguna og staðfesti að mengun var að berast í Varmá. Uppruni mengunar var í regnvatnslögn frá Greni- og Furubyggð en lögnin liggur út í Markalæk. Markarlækur rennur síðan meðfram Reykjalundarvegi og út í Varmá um ræsi undir Reykjalundarveg.

Farið var um Greni- og Furubyggð en ekki tókst að finna í hvaða húsi mengunin átti upptök sín en ekkert var sjáanlegt utandyra. Að öllum líkindum hefur einhver verið í framkvæmdum og t.d. verið að skola málningaráhöld í bílskúrnum og er sá aðili ábyrgur fyrir menguninni sem barst í ánna þennan dag. Sá sem tilkynnti mengunina var búin að taka vatn í krukku. Sýrustig og leiðni var mæld í vatninu og voru niðurstöður ekki óeðlilegar fyrir yfirborðsvatn, sem er í sjálfu sér jákvætt.

Niðurföll í götu og þakrennur og niðurföll á lóð og í bílskúrum eru í flestum tilfellum tengd regnvatnslögnum þar sem er tvöfalt fráveitukerfi og er svo t.d. í Grenibyggð og Furubyggð. Hægt er að skoða tengingar regnvatnslagna og fráveitulagna á kortasjá Mosfellsbæjar og hvar þær fara út í umhverfið.

Menn ættu ekki að tjöruþvo bíla eða hella niður eða skola niður skaðlegum efnum í regnvatnslagnir í bílskúrum, á plani eða úti í götu. Það endar í flestum tilfellum í viðkvæmum viðtaka eins og læk eða á. Í drögum að fráveituáætlun fyrir Mosfellsbæ er lagt til að gera settjörn til að taka við ofanvatni úr þessum stút.

1. mynd. Regnvatnslögn í Greni- og Furubyggð. Rauð ör sýnir hvar lögnin tæmist út í Markarlæk.

Regnvatnslögn í Greni- og Furubyggð

2. mynd. Markarlækur ofan við regnvatnslögnina.

Lækur

3. mynd. Regnvatnslögninn kemur inní Markarlæk.

Stútur

4. mynd. Markarlækur rennur úr ræsi undir Reykjalundarvegi og sameinast Varmá.

Lækur sameinast Varmá