Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á heimasíðuna okkar. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna. Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Efnagreining neysluvatns úr vatnsbólinu í Laxnesdýjum

Greiningarnar innihalda alla þá þætti sem mæla skal þegar gerð er heildarúttekt á efna og eðlisfræðilegum þáttum neysluvatns skv. viðauka I í reglugerð 536/2001 um neysluvatn, aðra en akrýlamíð og epiklórhýdrín. Að auki var styrkur liþíums (Li) ákvarðaður. 

Það er skemmst frá að segja að efnainnihald vatnsins var í öllum tilfellum vel innan þeirra marka sem reglugerð um neysluvatn setur. Styrkur halógenkolvetna, fjölhringa, arómatískra efna og varnarefna var í öllum tilfellum undir greiningarmörkum.

Óverulegar breytingar sjást á styrk aðalefna í vatninu frá síðustu sýnatöku í lok árs 2018, þótt alltaf sé eitthvert flökt milli mælinga. Hins vegar sést hækkaður styrkur nokkurra snefilmálma í sýninu frá 2019. Þar er einkum um að ræða kopar, járn, mangan, mólybden og sink. Líklegast er að hér sé um að ræða lítils háttar tæringu eða útskolun málma úr pípulögnum.

Heildarefnagreining neysluvatns í Laxnesdýjum 2019.