Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Covid 19 veiran
Covid 19 veiran

Neyðarstig vegna COVID-19

Mikilvægi hreinlætis og þrifa á tímum faraldurs

Hreinlæti og þrif á almannafæri

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis leggur áherslu á að almenn þrif séu fullnægjandi, ekki síst á þeim stöðum sem almenningur leitar til með þjónustu. Starfsfólk er hvatt til að sinna þrifum vel á sínum starfsstöðvum. Bent er á leiðbeiningar sem koma frá landlækni og heilbrigðisfólki varðandi sóttvarnir, almenna umgengni og þrif þ.e.:

  • Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með volgu vatni og sápu og nota handspritt
  • Forðast snertingu við augu, nef og munn
  • Þrífa reglulega yfirborðsfleti t.d. hurðarhúna, handrið, lyftutakka, lyklaborð, ljósarofa o.fl.
  • Sleppa handaböndum og faðmlögum, heilsa fremur með brosi 🙂 

Mikilvægt er að farið sé að fyrirmælum Landlæknis, sjá slóð: https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

Hver og einn þarf að huga sérstaklega að sínu nærumhverfi bæði á vinnustöðum og heimili með tilliti til þrifa og góðrar umgengni. 

Hreinlæti í íþróttasölum

Á stöðum þar sem almenningur sækir þjónustu svo sem í íþrótta- og líkamsræktarsölum er nauðsynlegt að aðgengi að handþvottaaðstöðu og handspritti sé gott. Mikilvægt er að íþróttaiðkendur hugi vel að hreinlæti og að þeim sé bent á að:

  • Nota handspritt í tækjasal
  • Koma með sín eigin æfingahandklæði
  • Þvo hendur mjög vel eftir æfingu
  • Forðast snertingu við augu, nef og munn

Innra eftirlit og matvælaöryggi

Matvælafyrirtæki skulu starfrækja matvælaöryggiskerfi nú sem áður.  Framkvæmd slíks kerfis á fullnægjandi hátt stuðlar að öryggi matvæla og um leið almennings.  Nánari upplýsingar um innra eftirlit er að finna á vef Matvælastofnunar: https://www.mast.is/is/matvaelafyrirtaeki/innra-eftirlit-fyrirtaekja/almennt

Á vef Landlæknisembættisins eru almennar leiðbeiningar um sóttvarnir, umgengni og þrif – sjá slóð: https://www.landlaeknir.is/

Notkun hanska kemur ekki í staðinn fyrir handþvott

Þá vill Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja undirstrika mikilvægi handþvotta hjá öllum almenningi sem og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana og minnir á að notkun hanska kemur ekki í staðinn fyrir góðan handþvott.


As state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirus
The Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is
Parents and guardians are asked to monitor regularly which areas have been defined as risk areas. If children or their families have been staying in those areas, they will need to go into quarantine as instructed by the Directorate of Health.
Parents of children who have a weak immune system or underlying respiratory diseases are advised to consult with their medical specialist or family doctor.

Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently traveled to areas defined as risk areas.