21. apríl 2020
Ársskýrsla heilbrigðiseftirlitsins er komin út
Árið 2019 í máli og myndum
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir árið 2019 var lögð fram á fundi Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis þann 16. apríl 2020 og er nú aðgengileg á vef eftirlitsins www.eftirlit.is. Í ársskýrslunni er farið yfir tölfræði stjórnsýslu og niðurstöðu eftirlits þá með talið niðurstöður rannsókna vegna vöktunar á neysluvatni, matvælum og umhverfi. Einnig er kafli um fjármál eftirlitsins. Skýrslan er 27 blaðsíður og hún er prýdd fjölda mynda.