Fyrri mynd
Nęsta mynd
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Fréttatilkynning frá Veitum

Í fréttatilkynningu frá Veitum kemur fram að á morgun, miðvikudaginn 20. október, verður hreinsistöð skólps við Ánanaust tekin úr rekstri vegna viðhalds. Stöðin verður óstarfhæf í u.þ.b. þrjár vikur. Skólpið verður grófhreinsað áður en því er veitt í sjó.

Skipta þarf um svokallað „trompet“  en það er nokkurs konar safnlögn þar sem straumar þriggja útrásardæla stöðvarinnar sameinast í einn djúpt í iðrum stöðvarinnar. Frá trompetinu er hreinsuðu skólpi dælt um 4 km út á Faxaflóa þar sem sjórinn tekur við því og brýtur niður lífrænu efnin. Trompetið er því síðasti viðkomustaður fráveituvatnsins áður en það yfirgefur hreinsimannvirkið.

Grófhreinsun skólps felur í sér að allt rusl er fjarlægt úr því áður en það yfirgefur hreinsistöðina. Með þessu er komið í veg fyrir að fast efni endi í fjöruborði, en kólígerlamagn verður vitaskuld talsvert hærra en viðmiðunarmörk gera ráð fyrir, á meðan á aðgerðinni stendur. Þrátt fyrir að grófhreinsun skólpsins komi í veg fyrir að rusl fari í sjó, og í framhaldinu í fjörur við borgina, munu Veitur láta fylgjast reglulega með ástandinu í fjörunum á meðan á lokuninni stendur og hreinsa þær ef á þarf að halda.

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis mun taka sýni úr fjörum til að kanna dreifingu mengunar út með norðurströnd Seltjarnarnes á þessu tímabili.

Mynd sem sýnir staðsetningu losunar við Ánananaust í rauðum punkti.