Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Mengunarvarnaeftirlit

Meginreglan er að atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun þarf starfsleyfi heilbrigðisnefndar og er þá háður eftirliti heilbrigðisfulltrúa, í sumum tilvikum er það þó Umhverfisstofnun sem fer með eftirlit (sjá nánar fylgiskjöl í reglugerð nr. 786/1999. Haft er eftirlit með þeirri mengun sem frá fyrirtækjunum kemur. Mengunarvarnaeftirlit tekur til eftirlits með þeim þáttum sem eiga að fyrirbyggja eða draga úr mengun lofts, láðs eða lagar og að mengun valdi ekki óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings eða röskun á lífríki. Vöktun umhverfisins telst til mengunarvarnaeftirlits.

Reglubundið eftirlit er með öllum mengandi fyrirtækjum, s.s. sláturhúsum, verkstæðum, verksmiðjum og þess háttar starfsemi. Heilbrigðiseftirlitið hefur m.a. eftirlit með að fullnægjandi mengunarvarnarbúnaður sé til staðar í þessum fyrirtækjum og að spilliefnum sé skilað í viðurkennda spilliefnamóttöku.

Loftmengun

Heilbrigðiseftirlitið sinnir kvörtunum vegna loftmengunar utandyra en hefur en sem komið er ekki tækjabúnað til mælinga á slíkri mengun. Viðmiðunarmörk um loftmengun eru að finna í reglugerð um loftgæði nr. 787/1999. Reglugerðir nr. 788-794/1999 (sjá lög og reglugerðir) gilda einnig um loftmengun. Sjá nánar loftgæði í Reykjavík á forsíðu og nánari upplýsingar á síðunni vötkun.

Hávaðamengun

Heilbrigðiseftirlitið sinnir kvörtunum vegna hávaðamengunar og lætur mæla hljóðstig þar sem þörf er á. Viðmiðunarmörk vegna hávaða utandyra eru að finna í reglugerð nr. 724/2008

Fráveitumál

Fráveita í Mosfellsbæ er leidd til Reykjavíkur fyrir utan fráveitu í Mosfellsdal sem er leidd í rotþrær. Auk þess eru nokkur hús í bænum en tengd rotþróm. Heilbrigðiseftiriltið hefur með rannsóknum bent á staði þar sem skóp hefur borist í ár t.d. vegna feiltenginga. Slík mál hafa verið leyst í samstarfi við sveitarfélög.

Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með rotþróm en sveitarfélögin sjá um að reglubundin tæming á rotþróm fari fram. Heilbrigðiseftirlitið fylgir svo málum eftir þar sem í ljós kemur að ófullnægjandi eða lélegar rotþrær eru til staðar.

Seltjarnarneskaupstaður hefur á undanförnum árum unnið að því að bæta fráveitu sína í samvinnu við nágrannasveitarfélögin. Skólpi frá Seltjarnarnesi er dælt um 4 km út í sjóinn úti fyrir Ánanaustum.