Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Ábyrgð stjórnenda og starfsmanna, starfslýsingar

 

Heilbrigðisnefnd

Ábyrgð heilbrigðisnefndar er skilgreind í 13. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. „Heilbrigðisnefnd ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglum sem nefndinni er eða kann að vera falið að annast um framkvæmd á. Nefndin skal vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á svæði sínu, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum“.

 

Starfsmenn

Í 15. grein hollustuháttalaga segir eftirfarandi um starfsmenn heilbrigðiseftirlits:

“Heilbrigðisnefndir á hverju eftirlitssvæði ráða heilbrigðisfulltrúa til að annast eftirlit sveitarfélaganna með þeim viðfangsefnum sem undir lögin falla”. ... “Sveitarstjórnir setja þeim starfslýsingar að fengnum tillögum heilbrigðisnefndar og ákveða í samráði við heilbrigðisnefnd aðsetur þeirra. Eingöngu má ráða í starf heilbrigðisfulltrúa þá sem fengið hafa leyfi umhverfisráðherra til starfans. Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefndar.
Hér á eftir eru starfslýsingar fyrir framkvæmdastjóra, staðgengil framkvæmdastjóra og heilbrigðisfulltrúa.

 

Starfslýsing fyrir framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis

 

Starfsheiti: Framkvæmdastjóri.

Næsti yfirmaður: Heilbrigðisnefnd.

Tilgangur starfs:

- að veita Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis forstöðu.
- að stjórna starfseminni og vera málsvari stofnunarinnar út á við.
- að sjá um að framfylgt sé:

a) ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir er varða heilbrigðisnefnd og heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis
b) reglugerðum settum samkvæmt þeim lögum,
c ) samþykktum sveitarfélaga,
d) ákvæðum í öðrum lögum er heilbrigðisnefnd er falið að annast framkvæmd á.

Ábyrgðar- og stjórnunarsvið.

Framkvæmdastjóri annast daglega stjórn stofnunarinnar. Hann sér til þess að rekstur gangi eðlilega fyrir sig, áætlanir séu gerðar, starfsmannahald sé hæfilegt, nauðsynleg
skýrslugerð eigi sér stað og hagkvæmni sé gætt.
Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur skrifstofunnar. Sér um samskipti við bankastofnanir, skrifstofur sveitarfélaganna vegna innheimtumála o.þ.h.

Verksvið/helstu verkefni framkvæmdastjóra:

1. Samskipti við heilbrigðisnefnd og eftirfylgni með ákvörðunum nefndarinnar

2. Yfirumsjón með samskiptum við sveitarstjórnir, aðrar stofnanir sveitarfélaganna, ráðuneyti og Umhverfisstofnun. Framkvæmdastjóri vinnur umsagnir um teikningar og skipulagstillögur frá sveitarstjórnum sem og umsagnir um samþykktir og gjaldskrár skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr 7/1998 m.s.br. Formlegar umsagnir eru kynntar í heilbrigðisnefnd.

3. Stjórnun fjármála og gerð fjárhagsáætlunar undir yfirstjórn heilbrigðisnefndar og samskipti við skrifstofur sveitarfélaganna vegna innheimtu gjalda.

4. Að fylgjast með opinberri stefnumörkun varðandi hollustuhætti og mengunarvarnir og framfylgja þeim innan eftirlitssvæðisins.

5. Að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar varðandi tilkynningar og upplýsingagjöf að því marki sem það er ekki falið öðrum. Framkvæmdastjóri svarar erindum og bréfum fyrir hönd nefndarinnar þegar svör þola enga bið eða mál eru ekki líkleg til að valda ágreiningi að höfðu samráði við formann heilbrigðisnefndar þegar við á.

6. Umsjón með starfsmannamálum, ráðningu starfsmanna, skipulagningu vinnunnar og verkaskiptingu.

7. Eftirlitsstörf sem heilbrigðisfulltrúi í hlutfalli við stjórnunarábyrgð.

8. Framkvæmdastjóri vinnur í umboði heilbrigðisnefndar starfsleyfi skv. matvælalögum nr. 93/1995 og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br. og gefur þau út ef skilyrðum fyrir starfsleyfi er að fullu mætt. Hann gefur út tóbaksöluleyfi skv. lögum nr. 6/2002. Framkvæmdastjóri vinnur umsagnir skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald með síðari breytingum. Þessar ákvarðanir eru lagðar fram til staðfestingar á næsta fundi heilbrigðisnefndar.

Hann sér um skráningu og skýrslugerð og veitir faglega ráðgjöf á sínu sviði.

9. Umsjón daglegra starfa á skrifstofu þ.m.t. skjalastjórnun og upplýsingakerfi.

10. Seta og eftir atvikum formennska í framkvæmdastjórn um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.

11. Framkvæmdastjóri er tengiliður við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra s.s. vegna almannavár, og sóttvarna. Farsímanúmer hans er skráð sem útkallsnúmer í gangnagrunn 112.

Helstu samstarfsaðilar utan stofnunar:

Sveitastjórar, bæjarverkfræðingar, yfirmenn umhverfismála í sveitarfélögum og byggingarfulltrúar í umdæminu.

Samband íslenskra sveitarfélaga og samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Umhverfisstofnun, Matvælastofnun, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti, héraðslæknir, héraðsdýralæknar og sóttvarnalæknir, Almannavarnir.

Framkvæmdastjórar heilbrigðiseftirlits annarra sveitarfélaga

Menntunar- og hæfniskröfur.

Lög og reglur sem eiga við. Reglugerð nr. 751/2002 um réttindi og skyldur heilbrigðisfulltrúa.

Samþykkt í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dags 29. nóvember 2016

 

Starfslýsing staðgengils framkvæmdastjóra

 

Starfsheiti: Staðgengill framkvæmdastjóra

Næsti yfirmaður: Framkvæmdastjóri, en Heilbrigðisnefnd í fjarveru framkvæmdastjóra.

Tilgangur starfs:

Tilgangur starfs staðgengils framkvæmdastjóra er að sinna daglegu starfi sem heilbrigðisfulltrúi, en vera auk þess hægri hönd framkvæmdastjóra, taka þátt í verkefnum hans og geta leyst hann af í fjarveru til lengri eða skemmri tíma.

Varðandi ábyrgð, verkefni og starfssvið vísast til starfslýsingar fyrir framkvæmdastjóra og heilbrigðisfulltrúa eftir því sem við á hverju sinni.

Lög og reglur sem eiga við. Reglugerð nr. 751 /2002um réttindi og skyldur heilbrigðisfulltrúa.

 

Samþykkt í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dags 29. nóvember 2016

 

Starfslýsing heilbrigðisfulltrúa

Starfsheiti: Heilbrigðisfulltrúi

Næsti yfirmaður: framkvæmdastjóri

Tilgangur starfs:

- að annast eftirlit með fyrirtækjum, umhverfi, starfsemi og vörum í samræmi við fyrirtækjaskrá og eftirlitsáætlun hverju sinni.

- að framfylgja ákvæðum laga reglugerða og samþykkta sem heilbrigðiseftirlitinu er falið að annast eftirlit með s.s. um

Ábyrgðarsvið og helstu verkefni

1. Heilbrigðisfulltrúi hefur eftirlit með fyrirtækjum og stofnunum skv. eftirlits- og sýnatökuáætlun.

2. Heilbrigðisfulltrúi vinnur starfsleyfi skv. matvælalögum nr. 93/1995 og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br. og leggur fyrir framkvæmdastjóra ef skilyrðum fyrir starfsleyfi er að fullu mætt. Heilbrigðisfulltrúi sér um skráningu og skýrslugerð og veitir faglega ráðgjöf á sínu sviði.

3. Heilbrigðisfulltrúi vinnur tóbakssöluleyfi skv. lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir og leggur fyrir framkvæmdastjóra ef skilyrðum er að fullu mætt.

3. Heilbrigðisfulltrúi annast verkstjórn starfsfólks sem ráðið er til átaksverkefna og afleysingastarfa.

4. Heilbrigðisfulltrúi sinnir kvörtunum sem berast á hans starfssvæði

5. Heilbrigðisfulltrúi tekur þátt í átaksverkefnum, á vegum heilbrigðiseftirlitssvæða og /eða Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar.

6. Heilbrigðisfulltrúi sinnir sérverkefnum sem upp kunna að koma vegna matarsýkinga, mengunarslysa o.þ.h. á sínu svæði.

7. Heilbrigðisfulltrúi stendur að fræðslu og upplýsingamiðlun til fyrirtækja, stofnana og almennings.

8. Heilbrigðisfulltrúi tekur þátt í gerð nýrra verklagsreglna, viðmiðunarreglna og gátlista sem og þróun þessara gagna í samvinnu framkvæmdastjóra, HES, UST og MAST.

9. Heilbrigðisfulltrúi annast önnur þau störf sem honum kunna að vera falin af framkvæmdastjóra. og tekur þátt í afleysingum í leyfum og forföllum eftir því sem þörf krefur.

10. Heilbrigðisfulltrúa stendur að fræðslu og upplýsingamiðlun til fyrirtækja, stofnana og almennings.

Helstu samstarfsaðilar utan stofnunar:

Menntunar- og hæfniskröfur

Lög og reglur sem eiga við. Reglugerð nr. 751 /2002 um réttindi og skyldur heilbrigðisfulltrúa.

 

Samþykkt í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dags 29. nóvember 2016.