Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis var sameinað öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum þann 1. janúar 2022 og heilbrigðisnefnd svæðisins lögð niður. Kjósarhreppur færðist undir Heilbrigðiseftirlit Vesturlandssvæðis og Mosfellsbær og Seltjarnarnes færðust undir Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Núverandi leyfi og ákvarðanir á Kjósarsvæði halda gildi sínu en færast undir viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði.

 

Í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis sátu sex fulltrúar, tveir fulltrúar frá Seltjarnarnesi, tveir frá Mosfellsbæ og einn frá Kjós og einn fulltrúi samtaka atvinnulífs. 

Eftirtaldir fulltrúar sátu í Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis kjörtímabilið 2018-2022:

Valborg  Anna Ólafsdóttir, formaður, fulltrúi Mosfellsbæjar (M)
valborganna(hja)gmail.com

Magnús Rúnar Dalberg, varaformaður, fulltrúi Seltjarnarnesbæjar (S)
magnus(hja)vidur.is

Hannes Tryggvi Hafstein fulltrúi Seltjarnarnesbæjar (D) 
hannes(hjá)strax.is

Arna Hagalínsdóttir fulltrúi Mosfellsbæjar (D)
arnahagalins(hjá)gmail.com

 fulltrúi Kjósarhrepps 
(hja)kjos.is

Linda Björk Ragnarsdóttir, fulltrúi samtaka atvinnulífsins 
linda(hjá)mosbak.is

Nánar um heilbrigðisnefndir

Um heilbrigðisnefndir og heilbrigðiseftirlit er fjallað í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Þar eru ákvæði um að ekkert heilbrigðiseftirlitssvæði skuli vera án heilbrigðiseftirlits. Sveitarfélög greiða kostnað við heilbrigðiseftirlitið ef ekki er mælt fyrir um annað í lögunum.

Landið skiptist í 10 eftirlitssvæði og skal heilbrigðisnefnd, kosin eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar til starfa á hverju svæði. Í hverri nefnd skulu eiga sæti sex menn, fimm kosnir af hlutaðeigandi sveitarstjórnum, þar af skal einn vera formaður, og einn tilnefndur af samtökum atvinnurekenda á eftirlitssvæðinu. Atkvæði formanns ræður úrslitum ef atkvæði falla jafnt í nefndinni. Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga á eftirlitssvæðinu eiga rétt á að tilnefna einn fulltrúa í nefndina til viðbótar en hann hefur ekki atkvæðisrétt við afgreiðslu mála í nefndinni. Sömu reglur gilda um varamenn.

Um hlutverk heilbrigðisnefnda er einnig fjallað í lögum um matvæli, lögum um eiturefni og hættuleg efni og lögum um tóbaksvarnir, lögum um veitinga og gististaði. Einnig eru heilbrigðisnefndum falin verkefni skv. samþykktum sveitarfélga og öðrum lögum og reglugerðum. Þar er helst að telja lög um efni og efnablöndur, lög um meðhöndlun úrgangs.