Útgefin starfsleyfi

Heilbrigðiseftirit Kjósarsvæðis gefur út starfsleyfi á grundvelli reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit og lögum nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum. 

Hér má skoða útgefin starfsleyfi fyrirtækja sem Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur eftirlit með. Þetta eru fyrirtæki í Kjósarhreppi, í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Velja þarf Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis í valmynd til að þessi listi birtist. Eftir það er hægt að afmarka leit t.d. með því að slá inn nafn fyrirtækis og sveitarfélag.

Ef athugasemdir eru eða ábendingar við listann þá vinsamlega fyllið út ábendingarform á forsíðu, eða sendið okkur tölvupóst á eftirlit@eftirlit.is