Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Upplýsingar um auglýsingu starfsleyfa á sviði mengunarvarna

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá iðnaði og mengunarvarnaeftirlit eru umsóknir um starfsleyfi þeirra fyrirtækja sem talin eru upp í viðauka X í reglugerðinni nú birtar á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.  Þegar starfsleyfistillaga liggur fyrir er starfsleyfi auglýst í fjórar vikur ásamt starfsleyfisskilyrðum þar sem almenningi og þeim sem hagsmuna eiga að gæta gefst kostur á að koma að athugasemdum við starfsleyfisútgáfuna. Að fresti liðnum að teknum tilliiti til athugasemda eru starfsleyfi gefin og birt er greinargerð um afreiðsluna. Athugið að starfsleyfi fyrir matvælafyrirtæki og hollustuháttafyrirtæki falla ekki undir þessar kröfur og eru ekki auglýst. 

Innkomnar umsóknir um starfsleyfi

Starfsleyfi í auglýsingu

Athugasemdir við auglýst starfsleyfi má senda á auglýsingartíma á netfangið www.eftirlit@eftirlit.is eða bréflega á Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær. Þegar starfsleyfi hefur verið gefið út er hægt að skoða upplýsingar um það á hliðarstikunni: Útgefin starfsleyfi

Greinargerðir vegna útgáfu starfsleyfa 2019  (Í samræmi við 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018)

September 2019 Greinargerð vegna útgáfu tímabundins stafsleyfis fyrir Abltak ehf. vegna niðurrifs

Þann 11. júlí 2019 (mótttekið 14. ágúst 2019) sækir Abltak ehf um tímabundið starfsleyfi fyrir niðurrifi á Hamargötu 8 Seltjarnarnesi. Starfsleyfið var auglýst frá 14. ágúst - 11. september 2019 með starfsleyfisskilyrðum fyrir niðurrifi húsa. Engar athugasemdir bárust og var starfsleyfið gefið þú 12. september með gildistíma til 15. október 2019 með framangreindum starfsleyfisskilyrðum.

September 2019 Greinargerð vegna útgáfu stafsleyfis fyrir Skybus ehf.

Þann 31. júlí 2019 sótti Kjartan Róbersson um starfsleyfi fyrir hönd Skybus ehf. fyrir bifreiðaverkstæði og þvottastöð fyrir eigin hópferðabíla að Desjamýri 3. Starfsleyfið var auglýst frá 2. ágúst - 30. ágúst 2019  með samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir bílaverkstæði og skyldan rekstur.og samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir bónstöðvar og bílaleigur. Engar athugasemdir bárust, starfsleyfið var gefið út til 12 ára þann 6. september 2019 með framangreindum starfsleyfisskilyrðum. 

September 2019 Greinargerð vegna útgáfu stafsleyfis fyrir Far Vel ehf. 

Þann 30. júlí 2019 sækir Helgi Þór Guðmundsson um starfsleyfi fyrir hönd Far Vel ehf. ( Prime Tours) fyrir bifreiðaverkstæði og þvottaðstöð fyrir eigin hópferðabíla að Desjamýri 1. Starfsleyfið var auglýstfrá 31. júlí - 28. ágúst 2019 . með samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir bílaverkstæði og skyldan rekstur.og samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir bónstöðvar og bílaleigur.Engar athugasemdir bárust, starfsleyfið var gefið út til 12 ára þann 6. september 2019 með framangreindum starfsleyfisskilyrðum. 

September 2019 Greinargerð vegna útgáfu stafsleyfis fyrir Thor Custum Garage ehf. 

Þann 30. júlí 2019 sækir Krzysztof Lempicki um starfsleyfi fyrir hönd Thor Custum Garage ehf. um starfsleyfi fyrir almennt bílaverkstæði og handþvottastöð að Desjamýri 1. Starfsleyfið var auglýst frá 31. júlí- 28. ágúst 2019 með samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir bílaverkstæði og skyldan rekstur.og samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir bónstöðvar og bílaleigur.Engar athugasemdir bárust, starfsleyfið var gefið út til 12 ára þann 6. september 2019 með framangreindum starfsleyfisskilyrðum. 

Ágúst 2019. Greinargerð vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Kastor7 ehf. 

Þann 15. júlí 2019 sækir Hulda Kolbeinsdóttir um nýtt starfsleyfi fyrir Kastor 7 ehf. kt. 520219-1290, almennt bílaverkstæði og bílamálun að Desjamýri 1. Starfsleyfið var auglýst frá 17. júlí - 14. ágúst 2019 með samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir bílaverkstæði og skyldan rekstur. Engar athugaemdir bárust og var starfsleyfið gefið út þann 15. ágúst 2019 með framangreindum starfsleyfisskilyrðum. 

Ágúst 2019. Greinargerð vegna útgáfu tímabundins starfsleyfis fyrir Veitur ohf. vegna viðhalds undirstaðna Nesjavallaæðar.

Þann 11. júlí 2019 sækir Ólafur Tryggvason um tímabundið starfsleyfi fyrir Veitur ohf. kt. 501213-1870 að framkvæma viðhald á undirstöðum Nesjavallaæðar á verndarsvæði vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins á fjarsvæði vatnsverndar og öryggissvæði vatnsverndar vegna yfirborðsvatns. Nánar tiltekið er framkvæmdin hreinsun og viðgerðir á steinsteyptum undirstöðum og festum, sílanhúðun og málun. Starfsleyfið var auglýst  frá 17. júlí- 14. ágúst 2019 með almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsemi sem valdið getur mengun eins og við á. Engar athugassemdir bárust og var starfsleyfið gefið út þann 15. ágúst 2019 með gildistíma til 15. nóvember 2019. Krafa er um að farið sé að samþykkt um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins auk framangreindra skilyrða. 

Júlí 2019. Greinargerð vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Makíta ehf. meindýraeyðingu og garðaúðun Byggðarholti 51, Mosfellsbæ.

Þann 16. maí 2019 sækir Guðmundur Sverrisson um nýtt starfsleyfi fyrir Makita ehf, meindýraeyðingu og garðaúðun að Byggðarholti 51 í Mosfellsbæ. Auglýsingatími var frá 15. maí til og með 12. júní 2018. Engar athugasemdir bárust. Starfsleyfið var gefið út þann 3. júlí. Rekstraraðili er skuldbundinn til að fara eftir gildandi reglugerð um meðferð varnarefna og gildandi starfsleyfisskilyrðum fyrir eyðingu meindýra

Júlí 2019. Greinargerð vegna útgáfu starfsleyfis fyrir N1 ehf. smurstöð Langatanga, Mosfellsbæ 

Þann 16. apríl 2019 N1 sækir um endurnýjun á starfsleyfi fyrir N! ehf smurstöð og hjólbarðaverkstæði að Langatanga 1a í Mosfellsbæ. Auglýsingatími var frá 15. maí til og með 12. júní 2018 Engar athugasemdir bárust. Starfsleyfið var gefið út þann 3. júlí 2019 til 12 ára með vísun í almenn starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemi sem valdið getur mengun auk sértækra starfsleyfisskilyrða fyrir smurstöðvar.

Apríl 2019. Greinargerð vegna útgáfu tímabundnu starfsleyfis fyrir niðurrifi á byggingum að Bröttuhlíð 16-18

Þann 31. janúar 2019 sækir Helgi Rafnsson um leyfi til að rífa alifuglahús, hesthús og hlöðu að Brattahlíð 16-18. Starfsleyfið var auglýst á vef Heilbrigðiseftirilts Kjósarsvæðis í fjórar vikur engar athugaemdir bárust. Heilbrigðiseftirlitið gaf út tímabundið starfsleyfi fyrir niðurrifi á þessum eignum með starfsleyfisskilyrðum fyrir niðurrifi húsa þann 27. febrúar 2019 með gildistíma til 27. apríl 2019. 

Mars 2019. Greinargerð vegna útgáfu tímabundins starfsleyfis fyrir niðurrifi á golfskálanum við Leirutanga 

 

Þann 6. febrúar 2019 sækir ÞK byggingastjórn og ráðgjöf um tímabundið starfsleyfi til niðurrifs  á golfskálanum við Leirutanga í Mosfellsbæ ásamt nærliggjandi geymsluskúr. Starfsleyfið var auglýst í fjórar vikur á vef Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis engar athugaemdir bárust. Heilbrigðiseftiriltið gaf út tímabundið starfsleyfi fyrir niðurrifi á þessum eignum með starfsleyfisskilyrðum fyrir niðurrifi húsa þann 7. mars 2019 með gildistíma til 1. maí 2019. Greinargerð vegna útgáfu

Febrúar 2019 Greinargerð vegna endurnýjunar á sstarfsleyfi Borgarplast hf., Völuteigi 31-31a í Mosfellsbæ.

Þann 3. desember 2018 sækir Borgarplast hf um endurnýjun á starfsleyfi fyrir hverfisteypu- og frauðplastverksmiðju að Völuteigi 31-31a í Mosfellsbæ. Endurskoðað starfsleyfi fyrir Borgarplast hf er auglýst frá  10. janúar til 7. febrúar 2019 á vefsvæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnir. Engar athugasemdir bárust og gaf Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis leyfið út í framhaldinu þann 8. febrúar 2019. Starfsleyfið verður lagt fyrir Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis á fundi þann 14. febrúar þar sem óskað er staðfestingar á starfsleyfisútgáfu heilbrigðiseftirlitsins.

Janúar 2019. Greinargerð vegna útgáfu starfsleyfis fyrir N1 ehf. Háholti 11 í Mosfellsbæ.

Umsókn um starfsleyfi barst þann 30. nóvember 2018 og var umsókn auglýst á vef Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Starfsleyfisskilyrði voru unnin í framhaldi og kynnt rekstaraðila í tölvupósti, Rekstaraðili benti var á misræmi um framseljanleika starfsleyfis sem tekið var tillit til. Í framhaldi voru starfsleyfisskilyrði auglýst á vef Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 30. nóvember – 28. desember 2018. Engar athugasemdir bárust. Á fundi Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis var starfsleyfisumsókn lögð fyrir og eftirfarandi bókun gerð:

N1 ehf. sækir um nýtt starfsleyfi fyrir bensínafgreiðslu að Háholti 11, Mosfellsbæ vegna eigendaskipta. Starfsleyfistillaga er auglýst  á vef  heilbrigðiseftirlitsins frá 30. nóvember 2018- 28. desember 2018.

Samþykkt að fela heilbrigðiseftirlitinu að gefa út starfsleyfið út  til 12 ára með starfsleyfisskilyrðum fyrir bensínafgreiðslu N1ehf. Háholti 11, Mosfellsbæ, með fyrirvara um að engar athugasemdir berist við starfsleyfistillöguna á auglýsingartímanum. 

Starfsleyfi var gefið út af heilbrigðiseftirlitinu með gildistíma frá 1. janúar 2019.

Greinargerðir vegna útgáfu starfsleyfa 2018  (Í samræmi við 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018)

Greinargerðir vegna starfsleyfisútgáfu vegna brenna

Mosfellsbær hefur fengið tímabundið starfsleyfi fyrir litla þrettándarennu, Ábyrgðarmaður brennu er Bjarni Ásgeirson. Leyfið var samþykkt á fundi Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis þann 20. desember 2018 með vísun í samræmd starfsleyfisskilylyrði fyrir brennur. Starfsleyfistillagan var áður auglýst á vef heilbrigðiseftirlitsins frá 27. nóvember til og með 24. desember 2018 á vef heilbrigðiseftirlitsins, engar athugasemdir bárust.

Seltjarnarnesbær hefur fengið tímabundið starfsleyfi fyrir áramótabrennu. Ábyrgarmaður brennu er Gísli Hermannson. Leyfið var samþykkt á fundi Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis þann 20. desember 2018 með vísun í samræmd starfsleyfisskilylyrði fyrir brennurStarfsleyfistillagan var áður auglýst á vef heilbrigðiseftirlitsins frá 19. nóvember til  og með 16. desember 2018 á vef heilbrigðiseftirlitsins, engar athugaemdir bárust.

Ungmennafélagið Afturelding hefur fengið leyfi fyrir áramótabrenna. Ábyrgðarmaður brennu er Haukur Sörli Sigurvinsson. Leyfið var samþykkt á fundi Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis þann 20. desember 2018 með vísun í samræmd starfsleyfisskilylyrði fyrir brennur. Starfsleyfistillagan var áður auglýst á vef heilbrigðiseftirlitsins frá 22. nóvember til og með 19. desember 2018 á vef heilbrigðiseftirlitins, engar athugaemdir bárust. 

Greinargerð vegna tímabundins starfsleyfis fyrir niðurrifi á Laut við Dælustöðvarveg

Hermann Þór Baldursson f.h. Berserkja ehf. hefur fengið tímabundið leyfi til að rífa Laut við Dælustöðvarveg 4 b.  Auglýsingarferli er lokið. Engar athugasemdir bárust. Starfsleyfið var gefið út 30. nóvember 2018 til 15. febrúar 2019 ára með tilvísun í starfsleyfisskilyrði fyrir niðurrifi á húsum. Afgreiðslan var staðfest á fundi heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis þann 20. desember 2018.

Greinargerð vegna starfsleyfis fyrir Sleggjuna Þjónustuverkstæði Desjamýri 10

Sleggjan ehf. Desjamýri 10 í Mosfellsbæ hefur fengið starfsleyfi til að reka þjónustuverkstæði Sleggjunnar ehf. Auglýsingarferli er lokið. Engar athugaemdir bárust. Starfsleyfið var gefið út til 12 ára þann 30. nóvember 2018 með starfsleyfisskilyrðum fyrir Sleggjuna ehf. þjónustuverkstæði.  Afgreiðslan var staðfest á fundi heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis þann 20. desember 2018.