Starfsemi

Starfssvæði

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis annast heilbrigðiseftirlit í Mosfellsbæ,á Seltjarnarnesi og í Kjós. Það starfar í umboði Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis. Þessi sveitarfélög ásamt Kjalarnesi sameinuðust um rekstur á heilbrigðiseftirlitinu árið 1987. Eftirlit með Kjalarnesi fluttist til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur.

Fjármögnun

Starfsemi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis er fjármögnuð að hluta með starfsleyfis- og eftirlitsgjöldum skv. gildandi gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Þessi gjöld eru u.þ.b. helmingur af rekstrargjöldum heilbrigðiseftirlitsins. Afganginn greiða sveitarfélögin hlutfallslega miðað við íbúafjölda.

Hlutverk

Heilbrigðisnefnd ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum laga og reglugerða sem settar eru skv. lögum nr. 71998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglum sem nefndinni er eða kann að verða falið að annast um framkvæmd á. Nefndin skal vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á sínu svæði, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum.