Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Matvælaeftirlit

Öll fyrirtæki sem framleiða (vinna, pakka og/eða matreiða) matvæli og dreifa (flytja, geyma, bjóða fram og afhenda, þ.m.t. selja) matvælum þurfa starfsleyfi heilbrigðisnefndar nema ef og heilbrigðiseftirlitið skal hafa eftirlit með þeim. Í sumum tilvikum fer Matvælastofnun með eftirlitið (sjá matvælalög nr. 93/2005). Með eftirliti er átt við athugun á vöru, þjónustu, ferli eða starfsemi til að ákvarða samræmi þeirra við tilteknar kröfur.

Skoða skal meðferð matvælanna, almennt hreinlæti, athafnasvæði fyrirtækjanna, húsakynni, búnað, tæki og innréttingar, meðferð matarleifa og úrgangs og flutninga að og frá fyrirtækinu. Undir matvælaeftirlit heyrir einnig eftirlit með gæðum neysluvatns og eftirlit með vatnsverndarsvæðum með merkingu auglýsingu og kynningu matvæla, með merkingu næringargildis matvælanna, með aðskotaefnum í matvælum, með aukefnum í matvælum, með bragðefnum í matvælum og með ýmsum efnum sem ætlað er að snerta matvæli, s.s. plast- og leirílát, filmur úr sellulósa og vínýlklóríð. Ákvæði um þetta er að finna í reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla og fjölmargra sérreglugerða s.s. um neysluvatn, mjólk og mjólkurvörur, kjöt og kjötvörur og þannig mætti lengi telja.

Reglulegt eftirlit er með aðbúnaði og hreinlæti í öllum matvælafyrirtækjum sbr. matvælareglugerð nr. 522/1994. Fylgst er með því að búnaður sé samkvæmt settum reglum og í samræmi við umfang og starfsemi fyrirtækis. Skoðað er hvort þrifum og hreinlæti sé sjáanlega ábótavant og athugað með snertiskálum hvort sótthreinsun beri tilskyldan árangur. Gerlasýni eru tekinn af matvælum til að skoða örveruástand.

Umbúðamerkingar og aukefni í matvælum

Reglulegt eftirlit er með því að merking umbúða um matvæli sé skv. reglugerð nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla og reglugerð nr. 586/1993 um merkingu næringargildis. Í þessu eftirliti er einnig kannað hvort matvara innihaldi aukefni sem brjóta í bága við reglugerð nr. 579/1993 um aukefni í matvælum. Þetta eftirlit er oft unnið í samvinnu við önnur heilbrigðiseftirlitssvæði og Umhverfisstofnun. Í framhaldi af slíkum rannsóknum hefur Umhverfisstofnun gefið út skýrslur.

Úttekt á gerlum og aukefnum í matvælum

Kjósarsvæði tekur þátt í sameiginlegum verkefnum heilbrigðiseftirlitsvæðana  þar sem örveruástand matvæla og aukefnainnihald matvæla á markaði er kannað. Niðurstöður eru teknar saman í kjölfarið þær kynntar hlutaðeigandi og fjölmiðlum og gripið er til sameiginlegara aðgerða ef þörf er á. Verkefnin eru vistuð á heimasíðu Matvælastofnunar.

Innra eftirlit

Öll fyrirtæki í framleiðslu, dreifingu og sölu matvæla eiga að hafa innra eftirlit. Innra eftirlit er gæðakerfi til að tryggja öryggi, gæði og hollustu matvæla fyrir neytandann. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis leiðbeinir fyrirtækjum um gerð innra eftirlits og tekur það út þegar það er komið í gagnið.

Vatnsvernd

Á árinu 2015 var samþykkt um vatnsverndarsvæði vatnsbóla innan höfuðborgarsvæðisins endurskoðuð og sama ár var endurskoðaður uppdráttur fyrir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins birtur. Framkvæmdastjórn um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins fer með eftirlit inn á vatnsverndarsvæðinu. Framkvæmdastjórnin er skipuð skv. ofangreindri samþykkt, framkvæmdastjórum heilbrigðiseftirlitssvæðanna sem eiga land á vatnsverndarsvæðinu. Nánar má lesa um vatnsverndarsvæðið hér.
Heilbrigðiseftirlitið fylgist náið með gæðum vatns. Almennt má segja að gæði vatns séu mikil úr dreifikerfi sveitarfélaganna, en úrbóta er víða þörf við einkaveitur. Gæði vatns haldast oftast í hendur við ástand vatnsbóla og fráveitna. Hjá Umhverfisstofnun er hægt að nálgast leiðbeiningar um gerð einkavatnsbóla. Leiðbeiningar um frágang fráveitna og rotþróa er hægt að nálgast hjá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna og Umhverfisstofnun.