Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Hollustuháttaeftirlit

Eftirlit er haft með því að aðstæður í umhverfi okkar svo sem húsnæði og aðbúnaður sé í lagi þannig að ekki skapist heilsufarsleg áhætta. Hér eru því fyrst og fremst flokkuð ýmis þjónustufyrirtæki sem veita persónulega þjónustu. Nefna má gististaði, veitingastaði og aðra matsölustaði og er hér átt við aðbúnað gesta s.s. snyrtingar, loftræstingu, birtu og hávaða. Einnig eru tjald- og hjólhýsasvæði í þessum flokki, skólar, kennslustaðir og barnaheimili, þ.m.t. sumardvalarheimili, dagvistarheimili og gæsluvellir, en á slíkum stöðum eru slysavarnir veigamikill þáttur. Nánar er fjallað um þessi fyrirtæki í hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 og leikvallareglugerð nr.942/2002

Þá eru í þessum flokki, rakarastofur, hárgreiðslustofur, hvers konar snyrtistofur og sólbaðsstofur, heilbrigðisstofnanir, hæli, heilsuræktar- og íþróttastöðvar og baðstaðir. Þá er ógetið samkomuhúsa, þ.m.t. kirkna og félagsheimila, kirkjugarða og almennra samgöngutækja. Að lokum má nefna að heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með íbúðarhúsnæði ef ástæða er til að ætla þar séu eða geti skapast aðstæður sem eru hættulegar heilsu manna.

Heilbrigðiseftirlitið hefur árlega tekið þátt í sameiginlegum verkefnum á landsvísu undir yfirstjórn Umhverfisstofnunar. Niðurstöður hafa verið gefnar út af stofnunini í formi skýrsla.

Öryggi barna

Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti  og minnisblaði um verkaskipti milli eftirlitsaðila eftirlit með öryggismálum barna á ýmsum stöðum. Svo sem á leikskólum, gæsluvöllum, opnum leiksvæðum, utandyra í skólum, í íþróttahúsum, á íþróttavöllum og á sundstöðum (þó ekki niðurfallsristum og vatnsrennibrautum).

Hreinsun opinna svæða

Forráðamönnum lóða er skylt að halda þeim hreinum og snyrtilegum og má segja að í flestum tilvikum hafi það tekist mjög vel. Reglulega eru farnar eftirlitsferðir með starfsmönnum viðkomandi sveitarfélaga og gerðar athugasemdir. Sé athugasemdum ekki sinnt innan tiltekins frests getur farið svo að hreinsa þurfi lóðir á kostnað viðkomandi en slíkar aðgerðir eru tryggðar með lögveðsrétti í viðkomandi eign. Oftast er um að ræða að númerslausir bílar eru skildir eftir á landi sveitarfélaganna en slíkt er óheimilt. Sé um verðmætar eignir að ræða er umráðamönnum bent á láta geyma farartæki sín á vöktuðum geymslusvæðum. Með tilkomu nýrra samþykkta um sorphirðu og hreinsun opinna svæða sem bæjarstjórnir í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi hafa sett sjá starfsmenn áhaldahúsanna um eftirlit með að ónýtir hlutir og númerslausir bílar séu ekki skildir eftir í reiðuleysi.

Dýrahald

Um hundahald í Mosfellsbæ fer skv. samþykkt nr. 332/1998 en á Seltjarnarnesi skv. samþykkt nr. 531/1999 með síðari breytingu.  Þeir sem hyggjast halda hund í þessum sveitarfélögum þurfa að sækja um skráningu á sérstökum eyðublöðum. Nánari upplýsingar um hundahald má nálgast hér.

Um kattahald í Mosfellsbæ fer skv. samþykkt nr. 146/1997 en á Seltjarnarnesi skv. samþykkt nr.184/2011 . Markmiðið með samþykktunum er að tryggja köttum betri vist og að frá þeim stafi ekki ónæði eða óþrifnaður. 

Samþykkir má finna í heild sinni undir flýtivali á forsíðu.

Meindýr

Meindýraeyðar sjá um eyðingu meindýra í umboði heilbrigðisnefndar. Þeir eitra reglulega í holræsabrunna og sinna kvörtunum vegna músa, rotta. Einnig hafa meindýraeyðar fjarlægt útigangsketti. Á Seltjarnarnesi sér meindýraeyðir Reykjavíkurborgar um eyðingu meindýra, sími 567 9603. En Guðmundur Sverrisson  í Mosfellsbæ,sími 660 6036

Pöddur

Heilbrigðiseftirlitið getur látið greina pöddur innanhúss til tegundar og ráðleggur um útrýmingu á þeim.