Fyrri mynd
NŠsta mynd
Ok
Velkomin ß heimasÝ­una okkar. Vi­ notum vefk÷kur (e. cookies) til ■ess a­ bŠta upplifun ■Ýna og greina umfer­ um sÝ­una. Me­ ■vÝ a­ nota vefsÝ­una sam■ykkir ■˙ notkun ß vefk÷kum og skilmßla okkar.
English

Ábending

Aðildarsveitarfélög

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Kjósarhreppur

Um skordýravarnir, eiturúðun og aðrar aðferðir

Útdráttur úr upplýsingabæklingi útgefnum af:

Heilbrigðisráð og Umverfismálaráð Reykjavíkur, Mosfellshreppur, Náttúruverndarnefndir Bessastaðahrepps, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Seltjarnarness.

äFáðu yfirsýn - svo þú getur tekið rétta ákvörðun." eða Flokkun trjá- og runnategunda eftir því hvað þær eru viðkvæmar fyrir skordýrum.

A - tré, engar áhyggjur
B - tré, auðveld viðureignar á haustin
C - tré, vetrarúðun hentar
D - tré, þurfa eftirlit á vorin
E - tré, äeiturlyfjasjúklingar"

A - Ekki er þörf á neinum aðgerðum til að verja þessi tré:

Öll barrtré: Lauftré:
Greni Alaskaösp
Fura Gljávíðir
Lerki Gullregn
Þinur Sólber
Þöll o.fl.

B - Tré sem auðvelt er að verja fyrir fiðrildalirfu (haustfeta) með límborða á haustin:

Álmur Heggur
Askur Hlynur
Beyki Reyniviður
Elri Silfurreynir
Gráreynir Úlfareynir

Límborðinn - Tími 15. sept. til 15. nóv.

Mælt er með þessari aðferð til að verja stór ein- og tvístofna tré, sem fóstra ekki aðrar skaðlegar fiðrildalirfur en haustfeta. Kvendýr þessa fiðrildis er ófleygt og þarf að skríða upp trjábolinn til að geta verpt í tréð.

Með því að loka öllum leiðum upp í tréð má koma í veg fyrir varp.

Best er að loka trjá með þar til gerðum límborðum. Á annarri hlið borðanna er lím sem þornar ekki. Borðunum er vafið um boli trjánna á haustin, límið snýr út. Kvendýrin festast í líminu þegar þau skríða upp tréð til varps.

Afleiðing: ekkert varp og engar lirfur næsta sumar!

C - Trjágróður sem verja má með vetrarúðun:

Allar víðitegundir
Allir kvistir
Alparifs
Rauðber (Rifs)
Rósir
Lágvaxið birki (allt að 2,5 m hátt)

Vetrarúðun - Tími des.-15. apríl.

Eyða má eggjum fiðrilda og lúsa með sérstökum olíum sem úðað er yfir tré og runna í frostlausu þurru veðri að vetrarlagi.

Tréð þarf að blotna vel því efnið þarf að þekja öll egg. Nauðsynlegt er því að vanda til vinnubragða og úða frá fleiri en einni hlið!

Varast ber að úða tré eftir að brum hafa opnast að vori.

Ekki má nota olíurnar á sígræn tré.

Varast skal að úðun fari á bíla, glugga eða málningu húsa.

D - Trjágróður sem fylgjast þarf með að vori:

Birki
Allur viður nema gljáviður

Eftirlit - Tími 20. maí-15. júní (fer eftir veðri og árferði)

Ef ekkert er gert að hausti þarf að fylgjast með ákveðnum trjátegundum, sérstaklega birki og víði, því lirfur geta valdið tjóni að vori. Auðveldast er að meta hættu á skemmdum um mánaðamótin maí/júní t.d. með því að telja lirfur á fáeinum árssprotum.

Ástæðulaust er að amast við nokkrum lirfum.

Hver þeirra étur 2-3 blöð af þeim þúsundum blaða sem á trénu eru.

En ef lirfurnar eru hlutfallslega mjög margar þarf að fækka þeim. Það má gera með ýmsu móti, t.d. úða tré með vatni, sóda, sápuvatni eða tóbakslegi, hrista tré rækilega eða tína lirfur úr laufi. Þetta eru allt gömul húsráð.

Árangursríkast er að úða eitri yfir tré og runna, en sú aðferð hefur ýmsa ókosti í för með sér.

Draga má úr göllum með því að:

(Gagnslaust er að eitra þegar lirfurnar eru fullvaxnar á leið niður í jörðina eins og mörg dæmi eru til um frá síðari árum. Þá er rétt að bíða hausts og vetrar og beita límborðaðferðinni við einstofna tré og vetrarúðun við runna.)

E - äEiturlyfjasjúklingar"

Brekkuvíðir er sérstaklega lússækin og viðkvæmur fyrir lirfum. Um meðferð á víði er fjallað í D lið. En þeir sem vilja komast hjá að nota eitur í görðum sínum ættu að forðast hann og aðrar trjátegundir sem svipað er ástatt um. äEiturlyfjasjúklingurinn" stækkar með hverju ári og þarfnast sífellt meira magns af eiturúða til að ráða við skaðleg skordýr.